Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Löggan stoppaði ungmenni með varðeld í Sólbrekkuskógi
Laugardagur 22. júní 2019 kl. 11:29

Löggan stoppaði ungmenni með varðeld í Sólbrekkuskógi

Nokkur ungmenni voru staðin að því í fyrrakvöld að kveikja varðeld nærri Sólbrekkuskógi í Reykjanesbæ. Slökkviliðsmenn mættu á staðinn og slökktu í glæðunum. Lögreglumenn á Suðurnesjum ræddu við ungmennin og komu þeim í skilning um að þetta uppátæki gæti verið mjög hættulegt þar sem ekki hefði komið dropi úr lofti í langan tíma.

Allmörg umferðarlagabrot komu á borð lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ökumaður sem var með tvö börn sín í bifreið sinni var grunaður um fíkniefnaakstur. Viðkomandi var handtekin og færð á lögreglustöð þar sem sýnatökur sýndu jákvæða niðurstöðu á fíkniefnaneyslu.
Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 126 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024