Löggan rann á kannabislyktina
Mikla kannabislykt lagði frá íbúðarhúsnæði í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar lögreglumenn bönkuðu þar upp á í vikunni. Húsráðandi heimilaði leit og fannst á kannabisræktun í kjallara húsnæðisins. Tveir menn voru handteknir og játaði annar þeirra að vera eigandi ræktunarinnar.
Þá fór lögregla í aðra húsleit í umdæminu og þar fannst kannabis. Loks var ökumaður stöðvaður vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Við öryggisleit á honum fannst kannabisefni.