Löggan leitar að handfærarúllum
Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir aðstoð við að hafa upp á tveimur handfærarúllum af gerðinni DNG með raðnúmerunum 09189 og 09191. Rúllunum var stolið úr báti við smábátahöfnina í Grófinni í Keflavík 10. júní sl. Rúllurnar eru hvítsanseraðar á lit. Þeir sem geta gefið upplýsingar um málið er bent á að hafa samband við lögregluna í síma 420-1800.