Löggan fékk bæjarstarfsmenn til að salta
				
				Rólegt hefur verið á vaktinni hjá lögreglunni í Keflavík í allan dag. Lögreglan fékk þó bæjarstarfsmenn til að salta launhála bletti á umferðargötu snemma í dag.Þó nokkur sólbráð hefur verið í allan dag en þegar vatnið hefur runnið inn í skugga af húsum og kyrrstæðum bílum, hefur myndast ísing sem hefur verið fljúgandi hál. Þannig skapaðist nokkur hætta á gatnamótum Vesturgötu og Hringbrautar við svoleiðis aðstæður snemma í dag og bílar skautuðu út á Hringbrautina. Þakka má fyrir að ekki hafi orðið slys af þessum völdum.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				