Löggan áminnir hjálmlausa stráka
Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að hafa afskipti af fjórum 12 og 13 ára strákum í Grindavík sem voru á hjóli án þess að hafa hjálma. Foreldrum þeirra var tilkynnt um málið, en lögum samkvæmt eiga öll börn að vera með hjálma á hjóli.
Eigendur fimm bifreiða voru boðaðir með bíla sína í skoðun þar sem þeir höfðu vanrækt að fara í aðalskoðun.
Þá var einn ökumaður kærður fyrir að aka eftir að ökuréttindi hans runnu út og annar fyrir að aka bifreið á fjórum negldum hjólbörðum.
VF-mynd úr safni - Þessir krakkar voru með sín mál á hreinu og fá hér leiðsögn í að festa hjálminn rétt