Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sviptur ökuréttindum með kannabis innan klæða
Föstudagur 18. september 2020 kl. 09:43

Sviptur ökuréttindum með kannabis innan klæða

Ökumaður  sem lögreglan á Suðurnesjum tók úr umferð fyrr í vikunni vegna gruns um fíkniefnaakstur reyndist hafa fleira á samviskunni. Hann ók sviptur ökuréttindum og við öryggisleit á lögreglustöð kom í ljós að hann var með kannabisefni falin innan klæða. Hann viðurkenndi eign sína á efnunum.

Þá hafa fáeinir ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 130 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024