Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lögfræðingur mælir gegn brjóstabanni
Mánudagur 13. mars 2017 kl. 09:54

Lögfræðingur mælir gegn brjóstabanni

- Sundgestir skuli að lágmarki klæðast sundskýlu eða sundbuxum

Bæjarstjórn Sandgerðis samþykkti á fundi sínum á dögunum þá viðmiðunarreglu að í Sundmiðstöð Sandgerðis skuli sundgestir að lágmarki klæðast sundskýlu eða sundbuxum. Reglan á við bæði um konur og karla. Frístunda,- forvarna- og jafnréttisráð bæjarins lagði tillöguna fram. Áður voru ekki til skráðar reglur um sundfatnað gesta í sundlauginni.
 
Klæðaburður sundlaugargesta í sundlaugum Reykjanesbæjar var jafnframt til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundaráði Reykjanesbæjar á dögunum. Ráðið óskaði eftir áliti óháðs lögmanns til að fjalla um tvær lykilspurningar;
 
1. Eru í gildi reglur, skráðar eða óskráðar, sem banna konum að fara berbrjósta í sundlaugar Reykjanesbæjar?
 
2. Er leyfilegt að setja slíkar reglur?
 
Álit lögmannsins er nokkuð ítarlegt en í niðurlagi álitsins mælir hann gegn því að settar verði reglur sem banni konum að fara berbrjósta í sund í sundlaugum Reykjanesbæjar. Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir þau orð í fundargerð sinni og lagði til við bæjarstjórn að ekki verði farið gegn áliti lögmannsins.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024