Lögðu til úrbætur á skólalóðum
Ungmennaráð Suðurnesjabæjar hefur kynnt fyrir bæjarstjórn nokkrar hugmyndir að úrbótum á skólalóðum í Garði og Sandgerði.
Ráðið vill að kastalinn á skólalóð Gerðaskóla verði tekinn og nýr og öruggari kastali settur í staðinn. Að bætt verði við rólum á skólalóð Gerðaskóla. Að endurmetinn verði staðsetning gervigrasvallar við Gerðaskóla með tilliti til að auðvelt sé að fylgjast með börnum að leik.
Þá vill ráðið að keyptir verði tveir pönnuvellir og settir við grunnskólana á veturna og færa þá við fótboltavelli bæjarins á sumrin. Að gerðar verði úrbætur á skólahreystivelli við Sandgerðisskóla.
Ráðið vill tryggja að viðhaldi á leiksvæðum sé vel sinnt og endurnýjað jafnóðum ef leiktæki eru tekin í burtu.