Lögðu áherslu á réttindi barna
Börnin í fyrsta bekk í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ hafa síðustu daga verið að kynna sér barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þau völdu sér réttindi barna sem þau svo puttamáluðu á fána og skreyttu. Fánana tóku þau svo með í stutta réttindagöngu frá skólanum sínum og í ráðhús Reykjanesbæjar þar sem þau hittu fræðslustjóra Reykjanesbæjar og lögðu áherslu á réttindi barna.
Nánar um þetta í Suðurnesjamagasíni.
VF-mynd: Páll Ketilsson