Miðvikudagur 23. júlí 2008 kl. 07:45
Loftskammbyssa gerð upptæk
Í gærkvöldi barst lögreglunni á Suðurnesjum tilkynning um að drengir væru að skjóta úr byssu úr bifreið í Vogunum. Lögreglan hafði uppi á tveimur 17 ára drengjum með óskráða loftskammbyssu fyrir blýskot. Ökumaðurinn viðurkenndi að eiga byssuna og hefði verið að skjóta á umferðarskilti nærri Vogum. Byssan ásamt blýskotunum er nú í vörslu lögreglunnar.
Maður, í annarlegu ástandi, var handtekin í Reykjanesbæ og færður í fangageymslur fyrir að sparka í bifreið og dælda hana. Við leit á manninum fundust um 1 gr. af meintu amfetamíni. Maðurinn bíður yfirheyrslu.
Af vef lögreglunnar á Suðurnesjum.