Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast
Þriðjudagur 24. maí 2016 kl. 10:05

Loftrýmisgæsla NATO við Ísland að hefjast

- Koma með fjórar F-16 orrustuþotur til landsins

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 30. maí og þá kemur flugsveit norska flughersins til landsins. Frá þessu er greint á vef Landhelgisgæslunnar. Alls munu um 70 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem í Þýskalandi. Flugsveitin kemur með fjórar F-16 orrustuþotur til landsins.

Verkefnið verður framkvæmt með sama fyrirkomulagi og fyrri ár og í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. Ráðgert er að verkefninu ljúki fyrir lok júní. Það er framkvæmt af starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fjórar F-16 orrustuþotur munu koma til landsins með flugsveit norska hersins.