Loftorka bauð lægst í Grindavíkurveg
Loftorka var lægstbjóðandi í framkvæmdir á Grindavíkruvegi sem fyrirhugaðar eru næstu misseri en framkvæmdum á að ljúka 1. nóvember ef allt gengur samkvæmt áætlun.
Í lok maí auglýsti Vegagerðin útboð vegna framkvæmda á Grindavíkurvegi. Um er að ræða gerð framúrakstursreina á veginum, breiddaraukningu í vegamótum við Seltjörn, lengingu fléttureina í vegamótum við Norðurljósaveg ásamt gerð hliðartenginga og stíga.
Tilboð Loftorku var nánast á kostnaðaráætlun eða 571 milljón króna eða 100,8%.
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1.nóvember 2019 að því er segir á grindavik.is