Lóðum undir 84 íbúðir úthlutað í Vogum
Á fundi bæjarráðs Sveitarfélagsins Voga í síðustu viku var fjallað um umsóknir um lóðir á miðsvæði, en lóðirnar voru auglýstar lausar til umsóknar í síðasta mánuði. Áður hafði komið fram að mikill áhugi væri á lóðunum.
Byggingaverktakar sóttu um allar fjölbýlishúsa- og parhúsalóðirnar sem í boði voru. Við úthlutunina ákvað bæjarráð að skipta lóðunum milli þeirra fjögurra lögaðila sem sóttu um, samtals 80 íbúðum í fjölbýlis- og parhúsum.
Einnig voru til úthlutunar fimm einbýlishúsalóðir og þurfti að draga úr umsóknum þriggja einstaklinga um sömu lóðina. Nú hefur því lóðum undir 84 af 85 íbúðum verið úthlutað, einungis ein einbýlishúsalóð er enn laus til umsóknar. Bæjarráð hefur lagt drög að því að ráðast í áframhaldandi gatnagerð á miðsvæði á næsta ári, enda ljóst að töluverð eftirspurn sé enn eftir lóðum.