Loðnuvertíðinni lokið
Alls voru 1400 tonn af loðnuhrognum fryst hjá Saltveri í Njarðvík á loðnuvertíðinni sem lauk í dag. Þá voru jafnframt fryst 500 tonn af Rússaloðnu en unnið hefur verið allan sólarhringinn í þrjár vikur hjá Saltveri.
Þorsteinn Erlingsson, útgerðarmaður í Saltveri, segir það bagalegt að yfirvöld skyldu ekki gefa út viðbótarkvóta því skipin hafi verið í mokveiði þegar kvótinn kláraðist.
VFmynd/elg