Loðnuþurrkunarverksmiðja HB flutt til Lettlands?
				
				Svo gæti farið að loðnuþurrkunarverksmiðja Haraldar Böðvarssonar hf. í Sandgerði verði flutt til Lettlands og  starfrækt þar undir merkjum HB að því er fram kom í Auðlindinni á RÚV í síðustu viku.
Loðnuþurrkunarverksmiðja HB í Sandgerði hefur ekki verið starfrækt um skeið en fyrirtækið þurfti að flytja inn loðnu frá Noregi á vertíðinni í fyrra vegna þess að íslenska loðnan þótti of smá til þurrkunar fyrir Japansmarkaðinn. Búið er að selja húseignir HB í Sandgerði til Nesfisks hf. í
Garði en búnaður loðnuþurrkunarverksmiðjunnar fylgdi ekki með í kaupunum.
         
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Loðnuþurrkunarverksmiðja HB í Sandgerði hefur ekki verið starfrækt um skeið en fyrirtækið þurfti að flytja inn loðnu frá Noregi á vertíðinni í fyrra vegna þess að íslenska loðnan þótti of smá til þurrkunar fyrir Japansmarkaðinn. Búið er að selja húseignir HB í Sandgerði til Nesfisks hf. í
Garði en búnaður loðnuþurrkunarverksmiðjunnar fylgdi ekki með í kaupunum.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				