Loðnuhrognum skipað út!
Flutningaskipið Ice Bird kom til Njarðvíkur fyrir helgi til að lesta um 1000 tonnum af frystum loðnuhrognum. Þetta eru afurðir sem frystihús í Reykjanesbæ frystu á nýliðinni loðnuvertíð.Þar var Saltver í Njarðvík stærst með um 600 tonn af frystum loðnuhrognum. Afurðirnar eiga langt ferðalag fyrir höndum en hrognin enda á borðum Asíubúa.