Loðnuflotinn í mokveiði við Grindavík
Fimm loðnuskip eru nú í mokveiði skammt undan landi við Grindavík. Meðfylgandi myndir voru teknar um kl. 13 í dag en þá voru flest skipin að dæla loðnu úr nótinni.
Ekki er hægt að tala um að það sé sléttur sjór á miðunum því þar er talsverð alda og mikið brim við ströndina.
VF-myndir: Hilmar Bragi
Loðnuskipin skammt undan landi við Grindavík nú áðan.