Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Loðnuflotinn að leita fyrir utan Reykjanes
Miðvikudagur 2. mars 2016 kl. 06:00

Loðnuflotinn að leita fyrir utan Reykjanes

- Minni áta en áður

Það er ekki mikill kraftur í loðnuveiðinni núna, að því er fram kemur í viðtali við Tómas Kárason, skipstjóra á Beiti NK á vef Síldarvinnslunnar. Í viðtalinu kemur einnig fram að loðnuflotinn sé nú mest að leita á öllu svæðinu frá Reykjanesi og austur að Vestmannaeyjum. Í gær var Tómas við veiðar í Herdísarvík og var þá að bíða eftir að dálítill loðnublettur gæfi sig. Sagði hann hafa verið ágætt í fyrradag en þá fékk Beitir 600 til 700 tonn. „Það virðist vera mun minni áta í loðnunni sem fékkst í gær en hefur verið að undanförnu, en átan hefur auðvitað skapað mikil vandræði í vinnslunni. Vonandi rætist úr þessu þegar kemur fram á daginn en í sannleika sagt vantar allan kraft í þetta,“ sagði Tómas að lokum. 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024