Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 4. mars 1999 kl. 21:57

LOÐNAN VIÐ REYKJANES

Loðna hefur veiðst í miklu magni úti fyrir Reykjanesi í þessari viku. Göngurnar voru komnar að Grindavík á sunnudag og var loðnan að veiðast um tvær sjómílur út af Hópsnesi. Þegar Víkurfréttir voru á kajanum í Grindavík á sunnudaginn var verið að landa úr Hábergi GK og Oddeyrinni EA en bæði skipin voru með fullfermi. Sjómenn á vertíðarbátum ættu að fara að gleðjast yfir loðnugengdinni því oftar en ekki kemur mikið af stórþorski í kjölfar loðnunnar sem hefur fyllt öll net. Mynd: Loðnu landað úr Hábergi GK í Grindavík á sunnudaginn. VF-mynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024