Loðnan sýnir sig fyrir austan - Grindvíkingur með fullfermi
Það var mokveiði á loðnumiðunum í fyrrinótt. Það gekk hins vegar nokkuð erfiðlega að innbyrða aflann hjá mörgum því það var drullubræla og krappur sjór. Fyrir vikið sprengdu nokkur skipanna næturnar, sagði Róbert Hafliðason, stýrimaður á Grindavíkingi GK, er InterSeafood.com náði tali af honum í gærmorgun.Eftir margra daga aðgerðarleysi hjá nótaskipunum vegna brælu small allt saman á veiðunum í fyrrinótt. Mörg nótaskip voru að veiðum í Rósagarðinum og flottrollsskipin voru þar norður og austur af og alls staðar var mikið af loðnu sem gaf sig hvort tveggja til í nót og troll.
„Við erum með fullfermi eða 1150 tonn og erum á leiðinni á Seyðisfjörð með aflann. Við fengum mest 650 tonn í einu kastinu en það var þó mun meira í því nótin rifnaði og við náðum aðeins hluta aflans. Okkur tókst að gera við nótina þannig að við gátum haldið áfram veiðum“, segir Róbert en að hans sögn sprungu næturnar einnig hjá grænlenska skipinu Siku og Súlunni EA.
Loðnan sem náðist í nót er nú í 7°C heitum sjó, en að sögn þeirra sem eru að veiða í flottroll er loðnan sem er við botninn í 6°C heitum sjó. Sú loðna var fyrir fáum dögum í 1°C heitum sjó.
Sjá nánar á InterSeafood.com.
„Við erum með fullfermi eða 1150 tonn og erum á leiðinni á Seyðisfjörð með aflann. Við fengum mest 650 tonn í einu kastinu en það var þó mun meira í því nótin rifnaði og við náðum aðeins hluta aflans. Okkur tókst að gera við nótina þannig að við gátum haldið áfram veiðum“, segir Róbert en að hans sögn sprungu næturnar einnig hjá grænlenska skipinu Siku og Súlunni EA.
Loðnan sem náðist í nót er nú í 7°C heitum sjó, en að sögn þeirra sem eru að veiða í flottroll er loðnan sem er við botninn í 6°C heitum sjó. Sú loðna var fyrir fáum dögum í 1°C heitum sjó.
Sjá nánar á InterSeafood.com.