Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Loðnan komin til Helguvíkur
Hákon EA landaði 630 tonnum í Helguvík um síðustu helgi. Mynd af Helguvíkurhöfn, úr safni Víkurfrétta.
Miðvikudagur 1. mars 2017 kl. 09:54

Loðnan komin til Helguvíkur

Fyrsta loðnan á vertíðinni barst í fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar í Helguvík aðfararnótt síðasta laugardags. Hákon EA landaði 630 tonnum og Polar Amaroq 2.500 tonnum. Fjallað er um komu loðnunnar á vef Síldarvinnslunar og segir verksmiðjustjórinn Eggert Ólafur Einarsson þar að í fyrra hafi aðeins fengist 3.300 tonn miðað við 30.000 tonn árið 2015. Menn séu bjartsýnir á að kvótinn náist haldist veðrið þokkalegt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024