Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lóðir undir 300 íbúðir farnar í Tjarnarhverfi
Fimmtudagur 14. október 2004 kl. 16:00

Lóðir undir 300 íbúðir farnar í Tjarnarhverfi

Rúmlega 300 íbúðum hefur verið úthlutað í Tjarnarhverfi í Innri-Njarðvík á vegum umhverfis- og skipulagsnefndar Reykjanesbæjar. Að sögn Steinþórs Jónssonar formanns nefndarinnar er áhuginn mikill á lóðum í hverfinu en þar er gert ráð fyrir um 500 íbúðum.
Einungis eru eftir í hverfinu lóðir undir fjölbýlishús en öllum einbýlis- og parhúsalóðum hefur verið úthlutað. Steinþór segir að mikil áhersla sé lögð á að ná inn staðfestingargjöldum vegna lóðanna. Þeir sem ekki greiða það gjald missi lóðirnar og þeim verði þá endurúthlutað til einstaklinga sem eru á biðlista.
Gatnaframkvæmdir vegna 1. og 2. hluta Tjarnarhverfisins eru hafnar en öll götuheiti nýja hverfisins byggja á fuglanöfnum. Dæmi um nöfn í hverfinu eru Álftatjörn, Blikatjörn, Arnartjörn, Súlutjörn, Þrastartjörn og Spóatjörn.

Myndir: Séð yfir grunna í einni af götunum í Tjarnarhverfi í Innri Njarðvík. Akurskóli rís hratt í hinu nýja hverfi. VF-ljósmyndir/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024