Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lóðir í Vogum auglýstar í næstu viku
Sveitarfélagið Vogar.
Föstudagur 15. september 2017 kl. 10:15

Lóðir í Vogum auglýstar í næstu viku

„Til þess hefur verið skortur, sérstaklega á minni íbúðum,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga, en nú styttist í að lóðir í bænum verði auglýstar til úthlutunar. Gert er ráð fyrir því að þær verði auglýstar í næstu viku. Um er að ræða lóðir fyrir einbýlishús, parhús og lítil fjölbýlishús.

„Miðað við þá miklu eftirspurn sem er í sveitarfélaginu eftir húsnæði má gera ráð fyrir því að áhugi á lóðum verði talsverður, ekki síst fyrir fjölbýlishúsalóðir. Nokkrir aðilar hafa þegar lýst yfir áhuga sínum á slíkum lóðum,“ segir Ásgeir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Áætlað er að íbúum Voga muni fjölga á næstu tveimur árum, til viðbótar við umtalsverða fjölgun þeirra síðustu tvö ár. „Þetta verður kærkomin viðbót við húsnæðissamsetninguna í Vogum.“