Loðin feitabolla á sogröri - mynd

Þessi loðna feitabolla lék sér á sogröri fyrir ljósmyndara Víkurfrétta núna í kvöld. Eins og sjá má hafði köngulóin þegar sett vef sinn á rörið og viðbúin því að vera föst við streng ef hún myndi falla af rörinu.
Íslenska krossköngulóin er sauðmeinlaus en fær hins vegar gæsahúðina til að rísa á mörgum í návist hennar. Hvort það eru loðnir leggirnir eða bara þetta pattaralega útlit, skal ósagt látið.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson með Nokia N8.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				