Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Lóðaumsóknum rignir inn hjá Reykjanesbæ
    Nokkrir umsækjendanna kepptust sín á milli um lóðirnar með teningakasti.
  • Lóðaumsóknum rignir inn hjá Reykjanesbæ
    Kasta þarf teningum til að skera úr um það hver fái byggingaréttinn.
Sunnudagur 26. mars 2017 kl. 06:00

Lóðaumsóknum rignir inn hjá Reykjanesbæ

Bærinn hefur nú þegar úthlutað 43 lóðum árið 2017

Mikil eftirspurn er eftir lóðum á Suðurnesjunum um þessar mundir. Allt árið 2016 úthlutaði Reykjanesbær 35 lóðum. Það sem af er árinu 2017 hefur bærinn nú þegar úthlutað 43 lóðum. „Við stefnum á það að skipuleggja Dalshverfi áfram og fer það af stað á þessu ári,“ segir Guðlaugur H. Sigurjónsson, sviðsstjóri Umhverfissviðs Reykjanesbæjar.

Reykjanesbær á tilbúnar til afhendingar 110 lóðir fyrir einbýlis- og raðhús og 34 iðnaðar- og athafnalóðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tugir umsókna voru teknar fyrir á síðasta fundi ráðsins þar sem einstaklingar og fyrirtæki vilja byggja allt frá einbýlishúsum til fjölbýlishúsa.

Fjölmargar umsóknir eru um sömu lóðirnar og þarf að kasta teningum í tuttugu og fjórum tilvikum til að skera úr um það hver fái byggingaréttinn. Birkidalur, Brekadalur, Dalsbraut, Fururdalur og Hamradalur eru greinilega vinsælar götur til húsbygginga en þar eru fleiri en einn umsækjandi um hverja lóð.

Nokkur fjölbýlishús eru í burðarliðnum í Innri Njarðvík. Samþykkt hefur verið að úthluta lóðum við Reynidal 2, Dalsbraut 1 og 8 og Tjarnabraut 6 undir fjölbýli. Þá verður teningum kastað um hver fái að byggja fjölbýli við Dalsbraut 15. Þá er fjöldi parhúsa og raðhúsa einnig í kortunum.

Víkurfréttir fylgdust með þegar nokkrir umsækjendanna kepptust sín á milli um lóðirnar með teningakasti. Guðlaugur segir umsækjendur oftast sátta með framkomulagið. Þeir fái að fylgjast með gangi mála og þyki teningakastið sanngjarnt.