Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 9. desember 1999 kl. 22:12

LÓÐARSKORTUR Í REYKJANESBÆ

Aðeins sex lóðir eru nú til úthlutunar í Reykjanesbæ og þar af eru fimm þeirra staðsettar í Höfnum. Jóhann Geirdal (J) og Kristmundur Ásmundsson lögðu fram bókun á fundi bæjarráðs þann 17. nóvember s.l. þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum af þessum lóðaskorti þar sem mikill uppgangur er í samfélaginu og margir að huga að nýbyggingum. Ellert Eiríksson (D) vakti athygli á því að 52 lóðum hefði verið úthlutað það sem af er árinu. Kristmundur Ásmundsson (J) tók málið aftur upp á fundir bæjarstjórnar Reykjanesbæjar s.l. þriðjudag og sagði að þrátt fyrir að búið sé að úthluta 52 lóðum þá væri það staðreynd að nú væru bara 6 lóðir til úhlutunar. „Ég vil undirstrika áhyggjur mínar af þessari þróun mála og ég tel að meirihlutinn hafi sofnað á verðinum. Þetta getur orðið okkur dýrkeypt er fram líða stundir“, sagði Kristmundur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024