Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 3. júlí 2001 kl. 11:42

Lobo farinn til Vesturheims

Eitt frægasta gæludýr Suðurnesja er flutt vestur um haf, til Bandaríkjanna.Hundurinn Lobo komst í fréttirnar seint á síðasta ári eftir að hafa hlaupið á brott frá eiganda sínum eftir bílveltu á Nesjavallavegi og verið týndur svo vikum skiptir. Það var síðan íbúi í efstu byggðum Reykjavíkur sem fann hundinn og lét vita en hverf hans hafði verið blaðamál um nokkurn tíma og jafnframt var lýst eftir Lobo með auglýsingu á síðum Víkurfrétta.
Lobo var búsettur frá fæðingu á Keflavíkurflugvelli en flutti síðasta laugardag með foreldrum sínum, David Architzel og Barböru, til Norfolk í Bandaríkjunum þar sem bíða hans ný ævintýri.

Ljósmynd: Varnarliðið fyrir Víkurfréttir
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024