Sunnudagur 27. mars 2016 kl. 16:54
Lóan er mætt
– sást í fjörunni á Garðskaga í gærmorgun
Heiðlóan er komin til landsins og sást á vappi í fjörunni á Garðskaga í gærmorgun á slaginu kl. 11:00.
Það var Guðmundur Falk fuglaljósmyndari sem náði þessum myndum af lóunni sem nú er á ferðinni í fyrra fallinu og en koma hennar veit vonandi á gott í sumar.