Lóan er komin til Suðurnesja
Lóan er komin til Suðurnesja. Hún söng fyrir blaðamann Víkurfrétta sem var snemma á fótum í morgun og gerði vart við sig við Ytri Njarðvíkurkirkju þegar komið var fram undir hádegi. Þar voru nokkrir fuglar í hóp í túninu milli kirkjunnar og Sparisjóðsins.Sannkallað vorveður hefur verið á Suðurnesjum í allan dag og því vel við hæfi að lóan gerði vart við sig á þessum fallega degi. Ekki tókst ljósmyndara blaðsins að ná mynd af vorboðanum ljúfa og því notum við mynd úr safni en lóan á myndinni var mynduð við Sandgerði fyrir nokkrum árum og olli myndin allt að því deilum þar sem menn vildu ekki viðurkenna hana sem fyrstu lóuna til landsins það árið. Vildu menn meina að þessi lóa hefði haft vetursetu á Íslandi.