Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Lóan er komin
Mánudagur 12. apríl 2010 kl. 13:41

Lóan er komin


Spurst hefur til vorboðans ljúfa á Suðurnesjum síðustu daga. Lóur sáust t.d. á Vatnsleysuströnd á miðvikudaginn en það voru nemendur úr 1. bekk sem komu auga á þær í nágrenni skólans er þau voru við fuglaskoðun í útikennslustund.
Börnin sáu stokkendur, gæsir, svartþresti og starra en innan um þá voru þrjár lóur sem heilsuðu börnunum með sínum fagra söng.

--

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/elg - Lóan er komin.