Lóa tók vaktina á þyrlu Landhelgisgæslunnar
Sex ára dóttir eins þyrluflugstjóra Landhelgisgæslunnar stóð frammi fyrir erfiðu vali í gær. Í skólanum var bangsastund og hún þurfti að velja á milli bangsanna Manna og Lóu um hvort þeirra fengi að fara með henni. Hún gat ómögulega gert upp á milli þeirra. Úr varð að Manni fór með henni í skólann og Lóa með pabba hennar í þyrluna. Lóa aðstoðaði við eftirlit um landið og miðin og fékk að fylgjast með ansi viðburðaríkum degi um borð í þyrlunni.
Á meðfylgjandi myndum frá Landhelgisgæslunni má sjá Suðurnesjamanninn Þórarinn Inga Ingason og áhöfn hans ásamt Lóu í gæslufluginu í gær.