Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljúki við tvöföldun Reykjanesbrautar
Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funduðu með Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Fimmtudagur 16. janúar 2020 kl. 11:59

Ljúki við tvöföldun Reykjanesbrautar

Fulltrúar allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum funduðu með Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.

Fulltrúar allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum auk Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum óskuðu eftir því á fundi með umhverfis- og samgöngunefnd Alþings í morgun að tvöföldun Reykjanesbrautarinnar verði flýtt. Á fundi nefndarinnar var fjallað um tillögur til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og 2020-2034.

Allir aðilar settu eitt mál í forgang, ljúka við tvöföldun Reykjanesbrautarinnar! Fulltrúar óskuðu eftir því að þeirri framkvæmd yrði flýtt miðað við þær tillögur sem nú er að finna í Samgönguáætlun 2020-2034. Það er ekki bara hagsmuna mál Suðurnesjamanna heldur allra landsmanna og allra þeirra ferðamanna sem sækja okkur heim. Auk þess var m.a rætt um sjóvarnir, hjólreiðastíga, almenningssamgöngur, Suðurlandsveg sem og aðra þjóðvegi á Suðurnesjum sem þarfnast útbóta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024