Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Ljúka umfangsmiklum fráveituframkvæmdum
Með framkvæmdinni er verið að hreinsa upp fjöruna suður af hafnarsvæðinu sem er sérstaklega merkilegt út af fuglalífinu sem þar er. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 8. desember 2014 kl. 09:27

Ljúka umfangsmiklum fráveituframkvæmdum

– í Sandgerði á kjörtímabilinu

Bæjarstjórn Sandgerðis hefur samþykkt að ráðast í 2. áfanga fráveitu við Sjávarbraut í Sandgerði. Áfanginn felst í því að ganga frá fráveitulögn undir Sjávarbrautinni. Fyrsta áfanga verksins lauk 2010 en í honum fólst að ganga frá lögnum á hafnarsvæðinu og koma því í viðundandi ástand.

„Það hefur verið lengi til umræðu hér í Sandgerði að það þurfi að koma fráveitumálum í viðunandi ástand hjá bæjarfélaginu,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis í samtali við Víkurfréttir.

„Stóra fréttin í þeirri framkvæmd er að þar með erum við að hreinsa upp fjöruna sem er suður af hafnarsvæðinu sem er sérstaklega merkilegt út af fuglalífinu sem þar er. Í dag ganga þarna út nokkrar gamlar frárennslislagnir en þeim verður öllum lokað og frárennslinu komið í eina lögn sem tengist síðan aðal fráveitulögninni,“ segir Ólafur Þór.

Markmið bæjarstjórnar Sandgerðis að ljúka við þriðja og síðasta áfangann í þessum frárennslismálum áður en þessu kjörtímabili lýkur, en í þeim áfanga felst að byggja upp nýja frárennslislögn út í sjó sem gengur þá nógu langt út til að frárennslið fari út í straum. Að þeirri framkvæmd lokinni þá ættu frárennslismál í Sandgerði að vera komin í gott stand til framtíðar.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner