Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

  • Ljúka tvöföldun, hraðlest og meira samstarf í nýjum samdrætti
    Kjartan skýtur nokkrum hugmyndum fram í ljósi samdráttar í efnahagslífinu.
  • Ljúka tvöföldun, hraðlest og meira samstarf í nýjum samdrætti
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 4. júní 2019 kl. 06:00

Ljúka tvöföldun, hraðlest og meira samstarf í nýjum samdrætti

segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar

„Ljúka þarf tvöföldun Reykjanesbrautar, Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar sem fyrst og halda áfram þróun og undirbúningi fluglestar á milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar. Í kjölfarið liggur beinast við að flytja innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar og leggja óraunhæfar hugmyndir um hundruð milljarða framkvæmdir við nýjan flugvöll í Hvassahrauni endanlega á hilluna,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í pistli á Facebook síðu sinni en þar fjallar hann um mikilvægi þess að nýta fjármuni sem allra best og draga úr margvíslegri sóun, nú þegar útlit er fyrir nýtt samdráttarskeið í íslensku efnahagslífi.

Kjartan segir gott samstarf hjá sveitarfélögunum á Suðurnesjum en minna beri á samstarfi við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi en samgöngur séu eitt af stórum málum sem þau geti sameinast um.
Þá nefnir hann að auka þurfi samstarf og sameiningu hafna á Faxaflóasvæðinu og loka þurfi litlum höfnum og bryggjum sem þjóni ekki lengur upphaflegum tilgangi sínum.
„Reykjaneshöfn rekur t.d. 5 hafnir í sveitarfélagi þar sem útgerð hefur að stærstum hluta lagst af. Slíkt kostar mikla peninga.“

Bæjarstjórinn, sem er stjórnarformaður skólasamfélagsins Keilis á Ásbrú segir að auka þurfi líka samnýtingu og samstarf skóla og menntastofnana.

„Það er kannski erfitt að sjá fyrir sér flutning leik- og grunnskólabarna á milli svæða en framhaldsskólar, símenntunarmiðstöðvar og háskólar geta hæglega aukið samstarf sitt. Svo ekki sé talað um þá möguleika sem netið býður m.t.t. fjarnáms. Í stað þess að margir séu að þróa svipað eða eins námsframboð, og keppa um sömu nemendurna, gæti aukið samstarf leitt af sér betri leiðir, nám, kerfi og kennara, öllum til heilla.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024