Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ljúka framkvæmdum við Sjólyst hið fyrsta
Föstudagur 15. desember 2017 kl. 09:26

Ljúka framkvæmdum við Sjólyst hið fyrsta

Í erindi frá Hollvinafélagi Unu Guðmundsdóttur til bæjarstjórnar Garðs, dagsettu 12. nóvember sl., er lögð áhersla á að hið fyrsta verði lokið við endurbætur á Sjólyst og unnið að úrbótum á umhverfi hússins.
 
Sjólyst var heimili Unu Guðmundsdóttur, oft nefnd Völva Suðurnesja. Húsið stendur í Gerðum í Garði en undanfarin misseri hefur verið unnið að uppbyggingu menningarseturs í anda Unu.
 
Samþykkt var samhljóða á síðasta fundi bæjarstjórnar Garðs að fela bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að sjá til þess að framkvæmdum við húsið verði lokið hið fyrsta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024