Ljót aðkoma
Aðkoman var ljót þegar Þórir Jónsson kirkjuvörður í Njarðvíkurkirkjum mætti til vinnu sl. þriðjudagsmorgun en þá var búið að brjóta útiljósin framan við kirkjuna. „Það er voðaleg leiðinlegt að koma að þessu svona og þurfa að byrja vinnudaginn á því að hringja í tryggingarnar og gefa skýrslu. Við þurfum að kaupa megnið af ljósunum úr Reykjavík og ég veit ekki enn hversu tjónið er mikið. Mér finnst bara skrýtið að fólk sé að ráðast á eigur kirkjunnar. Við erum að selja jólakort, kerti og fleira fyrir jólin til fjáröflunar en mér sýnist að söfnunarféð nú fari mestmegnis í að bæta skaðann. Ég vona bara að fólk sjái að sér og hafi það hugfast að þetta er kirkja“, segir Þórir.