Ljósum skreyttur Sævar KE í Keflavíkurhöfn
Skipafloti landsins er á leið til heimahafnar nú þegar jólahátíðarnar nálgast. Nú þegar eru mörg skip og bátar komnir í..
Skipafloti landsins er á leið til heimahafnar nú þegar jólahátíðarnar nálgast. Þegar skammt er til jóla eru nú þegar mörg skip og bátar eru komin í höfn og áhafnir í faðm fjölskyldu. Þó að ekki hafi verið margir bátar í Keflavíkurhöfn þegar ljósmyndari Víkurfrétta leit þar við í gær þá mátti sjá dragnóta- og netabátinn Sævar KE í heimahöfn.
Það er siður margra útgerðarfyrirtækja að skreyta báta sína í kringum jólahátíðir og þar eru skipverjar Sævars KE engir eftirbátar. Líkt og sjá má á þessari mynd hér að ofan þá er búið að skreyta bátinn jólaljósum. Hetjur hafsins á Sævari KE kunna greinilega að skreyta því báturinn lýsir upp skammdegið í Keflavíkurhöfn. Skreytingin er ekkert slor!