Ljóst hverjir vörðu Fiskmarkað Suðurnesja
Samkvæmt fundargerð Atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar frá 8. janúar sl. kemur fram að formaður Atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar Þorsteinn Erlingsson, Bergþór Baldvinsson hjá Nesfiski ehf., Einar Magnússon á Ósk KE 15, Sparisjóðurinn í Keflavík og Lífeyrissjóður Suðurnesja komu í veg fyrir fyrirhugaða yfirtöku Fiskmarkaðs Íslands hf. á Fiskmarkaði Suðurnesja hf. Fiskmarkaður Íslands hf. keypti 31.3% í Fiskmarkaði Suðurnesja á dögunum eftir jól, en kaupin voru fjármögnuð með 50 milljóna króna láni.