Ljósrákir á himni
Norðurljósin lýstu upp himininn yfir Reykjanesi um miðnætti í gærkvöldi og mátti sjá þau víða að. Í fréttum hefur verið greint frá ljósrákum sem sáust á himni í morgun og miðað við ljósadýrðina í gærkvöldi er ekki ólíklegt að þar hafi Norðurljósin verið á ferð. Á meðfylgjandi mynd má sjá Norðurljósin yfir hluta Sandgerðis, en myndin er tekin af Miðnesheiði.
VF-ljósmynd/JKK.