Ljósnet í Reykjanesbæ
Í næstu viku mun Míla hefja framkvæmdir við lagningu ljósnetsins í Reykjanesbæ. Framkvæmdunum fylgir nokkuð jarðrask því víða þarf að grafa ljósleiðara í jörð og jafnframt verða settir upp götuskápar víðs vegar um bæinn. Framkvæmdir eru að hefjast við Vellina sem er fyrsti áfangi af nokkrum.
Búist er við því að framkvæmdir muni standa fram eftir næsta ári og munu öll hverfi í Reykjanesbæ verða tengd ljósnetinu fyrir lok næsta árs. Með tilkomu ljósnetsins fá heimili í Reykjanesbæ aðgang að háhraðanettengingu og gagnaflutningshraða sem leyfir m.a. flutning á mörgum háskerpusjónvarpsrásum samtímis, frábæra internettengingu og bestu aðstæður s.s. til fjarvinnu.