Ljósmyndir: Bruninn í gamla Jökli
Mikinn reyk lagði frá gamla Jökli um kvöldmatarleytið í gær þegar eldur kviknaði í húsinu. Það hefur lengi staðið autt, í því var ekkert rafmagn sem bendir til þess að um íkveikju hafi verið að ræða. Allt tiltækt sllökkvilið Brunavarna Suðurnesja var kallað út vegna eldsins og var búið að ráða niðurlögum hans um kl. 21.
Húsið er í eigu Bakkavarar. Það er talið ónýtt en til stóð að rífa það og reisa íbúðablokk á lóðinni. Þeim framkvæmdum hefur hins vegar seinkað. Upptök eldsins virðast hafa verið í gömlum frystiklefa. Þetta mikla reykhaf má rekja til einanrunarplasts í klefanum.
Ljósmyndir Ellerts Grétarssonar frá vettvangi eru komnar inn á ljósmyndavef Víkurfrétta hér á vefnum.
--
VFmynd/elg.