Ljósmyndasýningu Víkurfrétta aflýst í dag
Af ófyrirséðum ástæðum hefur verið ákveðið að aflýsa ljósmyndasýningu Víkurfrétta í dag, sunnudaginn 7. september. Sýningin hefur verið opin í tvo daga og hana hafa séð hundruð, ef ekki þúsundir ánægðra gesta. Sýndar voru 50 frétta- og mannlífsmyndir, auk þess sem gestir gátu kosið um sumarstúlku Qmen 2003.Myndirnar af sýningunni verða í framtíðinni til sýnis á veggjum skrifstofu Víkurfrétta að Grundarvegi 23 í Njarðvík. Það verður nánar tilkynnt síðar.