Ljósmyndasýning um frægan trukk opnuð í Garðinum
Opnuð var ljósmyndasýning í Vitavarðahúsinu á Garðskaga í dag, en sýningin ber nafnið „Híft í hálfa öld.“ Sýningin er tileinkuð trukk Guðna Ingimundarsonar eða Guðna á trukknum eins og hann er jafnan kallaður. Guðni keypti trukkinn fyrir réttum 50 árum síðan en trukkurinn var þá 12 ára gamall. Trukkurinn sem er af GMC gerð keypti Guðni af Togarafélagi Reykjavíkur fyrir 45 þúsund krónur. Bíllinn var með spili og setti Guðni á hann stóra bómu sem gat lyft tveimur tonnum.
Trukkurinn er Garðmönnum og Suðurnesjamönnum að góðu kunnur, enda vann Guðni um árabil á trukknum víðsvegar á Suðurnesjum.
Á ljósmyndasýningunni er að finna fjölda ljósmynda af trukknum og Guðna við störf. Sýningin stendur til ágústloka og er opnunartími sá sami og á byggðasafninu.
Myndin: Guðni ásamt eiginkonu sinni Ágústu Sigurjónsdóttur við opnun sýningarinnar.
Trukkurinn er Garðmönnum og Suðurnesjamönnum að góðu kunnur, enda vann Guðni um árabil á trukknum víðsvegar á Suðurnesjum.
Á ljósmyndasýningunni er að finna fjölda ljósmynda af trukknum og Guðna við störf. Sýningin stendur til ágústloka og er opnunartími sá sami og á byggðasafninu.
Myndin: Guðni ásamt eiginkonu sinni Ágústu Sigurjónsdóttur við opnun sýningarinnar.