Ljósmyndasafn: Ryð
Almennt er ryð ekki talið til prýði enda yfirleitt sett í samhengi við niðurníðslu og gamalt drasl. Þetta er þó ekki einhlýtt því ryð getur verið til augnayndis í fagurfræðilegu tilliti. Í því samhengi er það meira að segja notað í húsagerðarlist og hönnun eins og t.d. klæðningin á byggingu Íþróttaakademínunnar er vitni um.
Ryð getur líka verið skemmtilegt myndefni. Á bak við gamla, úrelta og ryðgaða hluti býr einhver saga og því hafa þeir oft yfir sér einhverja dulúð sem þögult vitni um liðna tíma.
Ellert Grétarsson, ljósmyndari Víkurfrétta var á ferðinni við Njarðvíkurhöfn á dögunum og tók myndasyrpu af ryðguðum skipum, bryggjuköntum og pollum þar sem rautt ryðið spilar mikla litasinfóníu við skærgula málninguna. Syrpuna má sjá í ljósmyndasafninu hér á síðunni
VF-mynd:elg