Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 27. apríl 2001 kl. 22:00

Ljósmyndarar rukkaðir fyrir aðgang af Keflavíkurflugvelli

Yfirvöld eru farin að krefja ljósmyndara um gjald fyrir aðgang að Keflavíkurflugvelli. Ásókn ljósmyndara í Völlinn hefur aukist mikið á síðustu vikum og eykst vikulega að sögn Stefáns Thordersen yfirmanns öryggismála hjá Flugmálastjórninni á Keflavíkurflugvelli.Mikil ásókn ljósmyndara hefur verið til að komast inn á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar að undaförnu og eykst sú ásókn vikulega. Eru þar á ferðinni hinir ýmsu ljósmyndarar oftar en ekki eru framleiða auglýsingamyndir eða taka myndir sem ætlaðar eru til sölu.
Hefur Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli orðið fyrir nokkrum kostnaði vegna þessa og orðið að kalla út sérstakan mann til að fylgja viðkomandi um svæðið. Oft hefur verkefnið tekið nokkrar klukkustundir þannig að nokkur kostnaður hefur fallið á Flugmálastjórnina á Keflavíkurflugvelli.
Til að mæta þessu hefur verið tekin sú ákvörðun, í samráði við Flugvallarstjóra, að gjald skuli tekið fyrir slíka þjónstu samkvæmt útseldri vinnu öryggisvarða í samræmi við launataxta þeirra.
Flugmálastjórnin á Keflavíkurflugvelli kemur ekki til að krefjast greiðslu vegna fylgdar um öryggissvæðin, vegna fréttaöflunnar fjölmiðla, sem eru sannarlega í tengslum við fréttnæma atburði á flugvallarsvæðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024