Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósmæður vilja leiðréttingu launa
Þriðjudagur 30. september 2008 kl. 10:26

Ljósmæður vilja leiðréttingu launa

Átta ljósmæður á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja treysta sér ekki til að taka aftur uppsagnir sínar nema kjör þeirra verði leiðrétt sérstaklega. Þær telja sig vinna á mesta láglaunasvæði sem finnist í ljósmóðurstarfi á Íslandi.

Á sáttafundi ljósmæðra og yfirmanna þeirra á fæðingardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja í gær var ákveðið að ljósmæður frestuðu því um mánuð að uppsagnir tækju gildi, meðan reynt yrði að leysa deiluna. Þetta kemur fram á mbl.is í morgun.

„Það sem ber í milli hér er að leiðrétta laun ljósmæðra á deildinni okkar og færa þau að launum ljósmæðra á sambærilegum stofnunum,“ er haft eftir Guðrúnu Guðbjörnsdóttur, yfirljósmóðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024