Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósmæður í yfirvinnubann 10 árum á eftir hjúkrunarfræðingum
Mánudagur 2. júlí 2018 kl. 15:00

Ljósmæður í yfirvinnubann 10 árum á eftir hjúkrunarfræðingum

Kjaramál ljósmæðra hafa eflaust ekki farið framhjá neinum í dag en 19 ljósmæður víðsvegar um landið hættu störfum 1. júlí og þar af 12 sem unnu við Landspítalann.

Um helgina stóðu yfir kosningar um yfirvinnubann og kom í ljós sunnudaginn 1. júlí að yfirvinnubann ljósmæðra mun hefjast þann 18. júlí en 90% ljósmæðra greiddu atkvæði með yfirvinnubanni. Það þýðir að enginn ljósmóðir má vinna yfirvinnu og það kemur sér ekki vel þar sem að þessi stétt er mjög undirmönnuð, sérstaklega eftir allar þær ljósmæður sem settu skóna á hilluna um helgina.

Það vakti athygli okkar þegar litið var í eldri Víkurfréttir (á timarit.is) að fyrir nákvæmlega 10 árum, eða 3. júlí 2008, boðaði Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga yfirvinnubann sem hófst þann 10. júlí 2008. Þetta þótti mjög alvarlegt ástand alveg eins og í dag. Yfirvinnubannið var boðað af nákvæmlega sömu ástæðu og í dag og því er alveg hægt að segja að sagan sé að endurtaka sig núna 10 árum seinna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024