Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ljósmæðravaktin formlega opnuð
Þriðjudagur 22. nóvember 2011 kl. 10:06

Ljósmæðravaktin formlega opnuð

Ný deild, Ljósmæðravaktin, hefur verið opnuð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með sameiningu mæðraverndar og fæðingadeildar. Ljósmæðravaktin er staðsett þar sem fæðingadeildin var og er mæðraverndarhlutinn á fremri hluta gangsins og fæðingahlutinn á innri hluta gangsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fasteignir ríkissjóðs ásamt umsjónamanni fasteigna sáu um breytingar á hluta fæðingadeildar sem mæðraverndin fer fram.

Með tilkomu Ljósmæðravaktarinnar verður hægt að ná fram meiri samfellu í þjónustu við foreldra í gegnum barneignarferlið og næstu skref eru að auka samvinnu við ung-og smábarnavernd.

Við opnun Ljósmæðravaktarinnar tilkynnti Fanný Axelsdóttir móðir og íbúi í Reykjanesbæ að búið væri að stofna hagsmunasamtök Ljósmæðravaktarinnar. Tilgangur samtakanna er að styðja Ljósmæðravaktina með ýmsu móti til styrktar starfseminni.