Ljósleiðaravæða Þórkötlustaðahverfi
Tæknideild Grindavíkurbæjar hefur óskað eftir við bæjaryfirvöld að fá 11 milljóna króna viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til þess að hefja framkvæmdir við lagningu ljósleiðara í Þórkötlustaðahverfi og við Nesveg.
Bæjarráð Grindavíkur samþykkti samhljóða á síðasta fundi sínum viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að fjárhæð 11 milljónir kr. sem fjármagnaður verði með lækkun á handbæru fé.