Ljóslausir staurar á Garðskaga
Miklar umhverfisbætur voru unnar á Garðskaga í vor og meðal annars settir upp ljósastaurar af miklum myndarskap. Horfði fólk til haustsins, að þá yrði hægt að fara í rómantískar gönguferðir út á Garðskaga eftir upplýstum veginum.Staurarnir virðast hins vegar vera gleymdir þar sem enn hafa ekki verið sett í þá ljósker og því lítið gegn af þeim þar sem þeir standa í myrkrinu. Ekki náðist í ráðamenn í Garði vegna málsins nú í morgun.